Súgfirðingasetrið


Aðalgata 18 efri hæð, sem er íbúð Súgfirðingafélagsins (kennitala 480379-0129), er leigð til félagsmanna. 

íbúðin var gjöf hjónanna Kristínar Gissurardóttur og Halldórs Bernódussonar til Súgfirðingafélagsins árið 2004.

íbúðin er öllum þægindum búin. Herbergin eru þrjú og í hverju herbergi geta fimm einstaklingar gist. í íbúðinni eru sængur og koddar fyrir 14,  borðbúnaður er fyrir 20 manns, útvarp er í öllum herbergjum og sjónvarp er í eldhúsinu. Gestabók er í íbúðinni og ber hún þess vitni að gestkvæmt hefur verið.

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þessa fallegu aðstöðu í þorpinu okkar.

 

Ýmsar upplýsingar:


Það sem hafa þarf með sér í íbúðina er: handsápa, klósettpappír, handklæði, viskastykki, borðtuskur, kaffifilter og sængurföt (lín). Almennt gildir sú regla að gæludýr eru ekki leyfð í íbúðinni. Reykingar eru alfarið bannaðar.  

Áður en farið er úr íbúðinni

Þrífa þarf vel eftir veruna í íbúðinni, tæma allt rusl, þrífa glugga, gluggakistur og annað gler, og skúra bak við og undir öll rúm og húsgögn. Þrífa þarf bakaraofn, eldavél, ísskáp og frysti eftir notkun. Ekki má taka ísskápinn úr sambandi. Þurrka þarf af sjónvarpi í eldhúsinu og taka úr sambandi við brottför. Muna að loka gluggum við brottför.

Fara þarf varlega á svölunum þar sem veggirnir eru ekki háir.

Flokka þarf rusl sem kastað er í ruslatunnurnar úti. Upplýsingar um flokkun eru á ísskápnum.

Lykill af íbúðinni er í lyklakassa á veggnum við útidyrnar og fær handhafi hverrar viku númer til að opna kassann og nálgast lyklana.

Höfum í huga að í hreinni og vistlegri íbúð er gott að dvelja. Stöndum saman og gerum dvölina í íbúð félagsins sem ánægulegasta með því að skilja við íbúðina eins og við viljum koma að henni.

GÖNGUM SNYRTILEGA UM

 

Bókunarfyrirkomulag


Stuðst er við regluna fyrstur kemur, fyrstur fær, en þannig sitja allir fullgildir félagsmenn við sama borð. Til að bóka leigu verður að greiða leiguupphæðina hér á síðunni. Að greiðslu lokinni fær greiðandi staðfestingu í tölvupósti ásamt frekari upplýsingum.

Þeir sem ekki hafa möguleika á að greiða á netinu geta haft samband við Elsu Eðvarðsdóttur:
elsaedv@gmail.com eða gsm. 868 1379.

Eingöngu skuldlausir félagsmenn geta leigt íbúðina. Ekki er heimilt að sami aðili bóki sæluhelgi tvö ár í röð.

Lágmarksleiga er vika og hámarksleiga tvær vikur. Leigutímabil er frá hádegi á föstudegi til hádegis föstudags. Sumartímabil er júní-ágúst og vetrartímabil september-maí. 

Hægt er að panta íbúðina með 51 vikna fyrirvara.

Afbókunarfrestur er mánuður. Við afbókun fær leigjandi alla upphæðina endurgreidda að undanskildum kr. 3.000. Afbókanir þarf að tilkynna Elsu Eðvarðsdóttur:
elsaedv@gmail.com eða gsm. 868 1379. Greiðslukvittun þarf að fylgja með.

Bankaupplýsingar félagsins eru eftirfarandi, kennitala 480379-0129 og banki 0174-05-421116

Trúnaður

Súgfirðingafélagið heitir leigjendum fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem leigjandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Súgfirðingafélagið áskilur sér rétt til að: hafna pöntunum, t.d. vegna þess að sá sem bókar er ekki í félaginu eða ekki skuldlaus. breyta verðum eða skilmálum. Einnig að krefja leigjanda um greiðslu fyrir þrif og viðgerðir sem kunna að verða vegna umgengni leigutaka.